Færsluflokkur: Matur og drykkur

Italiano Pizzeria

Allt frá unglingsárunum hef ég haldið mikið uppá pizzur og hamborgara. Ég veit.. ekki beint það heilsusamlegasta sem hægt er troða í sig en sú staðreynd hefur ekki verið nóg til þess að aftra mér í mínum skyndibita-ástarsamböndum þegar hungrið bankar.

Í gegnum árin hafa margir staðir sem státa af pizzum og/eða hamborgurum risið og fallið. Margir staðir byrja af krafti en dala með árunum á meðan aðrir eru satt best að segja með skituna upp á bak allt frá byrjun til enda.

Á Íslandi í dag er nokkuð ljóst hvaða pizzastaður á stærstan hluta "pizzukökunnar". Dominos skara fram úr öðrum þegar kemur að markaðssetningu og skilvirkum vinnubrögðum. Starfsmennirnir þurfa að uppfylla strangar kröfur stjórnarinnar og gera það yfir höfuð með stæl. Pizzurnar þeirra eru skít fínar en ekkert meira en það. Aðrir pizzastaðir verða að stefna hærra þegar kemur að gæðum pizzunar ef þeir vilja ekki sökkva á met tíma sökum stærðar og vinsælda risans. Því mætti segja að Dominos setji standardinn fyrir allar aðrar pizzur á Íslandi.

Italiano Pizzeria er veitingastaður sem á nánast ekkert skylt með Dominos. Starfsmenn staðarins eru "Laid back" og virðast ekki barðir áfram af kefli skilvirkninnar. Í hvert skipti sem ég mæti í pizzu er annað hvort sami maðurinn að vinna, sem virðist reka staðinn, eða einhver nýr sem maður sér svo aldrei aftur. Húsnæðið er nógu stórt til að hýsa kvikmyndahús og vaxtaræktarsal en þó sér maður aldrei nema örfáar hræður, ef það, að gæða sér á nokkrum sneiðum. Markaðssetningin er lítil sem engin og það er í raun erfitt að ímynda sér hvernig í ósköpunum staðurinn er ekki farinn á hausinn nú þegar. Það eina sem manni dettur í hug er að staðurinn sé einhverskonar "front" fyrir eitthvað big time money laundering operation. Pizzurnar eru í dýrari í kantinum og það er lítið um almennileg tilboð.

Ef ég léti hér staðar numið liti þetta líklega út sem einhvers konar niðurrifs grein um hræðilega rekinn veitingastað en.... pizzurnar eru svo vægt sé til orða tekið, frábærar. Ég hef nú þegar smakkað nokkrar pizzur af matseðlinum þeirra ( með smávægilegum breytingum ) og engin þeirra hefur valdið mér vonbrigðum. Eldbakaður botninn er vel bakaður og bragðgóður, sósan minnir á ekta ítalska pizzusósu með chunky tómötum og öðru gömsætu jukki. Osturinn er rock solid og pepperoni-ið er unaðslegt. Alltaf þegar ég kíki við í pizzu hjá þeim verð ég dálitið dapur vegna þess að mér verður hugsað til þess að staðurinn hljóti að fara á hausinn hvað úr hverju. Sem betur fer hefur hræðsla mín ekki enn orðið að raunveruleika..

P.S. Ég mæli með Gladiator -piparost +cheddar +oregano. You're welcome.

*****/*****


Höfundur

Foody
Foody
Hinn venjulegi Íslendingur sem hefur áhuga á góðum mat.

Eldri færslur

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband